29. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. febrúar 2012 kl. 10:07


Mættir:

Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:07
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:07
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:07
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:20
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 10:07
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:07
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:07
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 10:07

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:07
1. varaformaður (JRG) stýrði fundi í fjarveru formanns og frestaði umræðu 1. dagskrárlið.

2) Starfshópar um húsnæðismál til að vinna úr skýrslu samráðshóps um húsnæðisstefnu. Kl. 10:08
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Geirsson frá Íbúðalánasjóði og formaður starfshóps um að efla og samræma öflun og miðlun upplýsinga um húsnæðismál, Ingi Valur Jóhannsson frá velferðarráðuneyti og formaður hóps sem koma á með tillögur um gerð húsnæðisáætlanir, Björn Þór Hermansson frá fjármálaráðuneyti og formaður hóps um um resktur og skattaumhverfi í húsnæðismálum auk Lúðvík Geirssonar 2. varaformanns nefndarinnar og formanns starfshóps um húsnæðisbótakerfi. Formenn hópanna gerðu grein fyrir starfi þeirra og svöruðu spurningum nefndarmanna. Ekki náðist að ljúka umræðu um starfshóp um húsnæðisbótakerfi og var henni frestað til næsta fundar.

3) Málefni Íbúðalánasjóðs og samskipti við ESA. Kl. 11:05
Á fund nefndarinnar komu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir frá velferðarráðuneyti, Jóhanna Katrín Magnúsdóttir frá Íbúðalánasjóði og Bjarnveig Eiríksdóttir lögmaður. Fóru þær yfir samskipti velferðarráðuneytis við ESA vegna Íbúðalánasjóðs og álitamála um lögmæti ríkisstyrkjar til sjóðsins. Jafnframt greindu þær frá þeim breytingum á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, sem verið væri að vinna að og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 147. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 11:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun um 147. mál. Nefndin ræddi einstaka þætti þess svo og breytingar á drögum að nefndaráliti sem dreift hafði verið á síðasta fundi nefndarinnar.

5) 109. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 11:51
Nefndin tók til umfjöllunar 109. mál og ræddi málsmeðferð þess. Lagt var til að EyH yrði framsögumaður málsins og var það samþykkt auk þess sem samþykkt var að senda málið út til umsagnar og veita þriggja vikna umsagnarfrest.

6) 319. mál - fagleg úttekt á réttargeðdeildinni að Sogni í Ölfusi Kl. 11:52
Nefndin tók til umfjöllunar 319. mál og ræddi málsmeðferð þess. Samþyktt var að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og fresta ákvörðun um framsögumann.

7) 50. mál - félagsleg aðstoð Kl. 11:53
Nefndin tók til umfjöllunar 50. mál og ræddi málsmeðferð þess. Samþykkt var að senda málið út til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og fresta ákvörðun um framsögumann.

8) 290. mál - barnalög Kl. 11:53
Nefndin tók til umfjöllunar 290. mál og ræddi málsmeðferð þess. Lagt var til að GStein yrði framögumaður málsins og var það samþykkt. Jafnframt var samþykkt að senda málið út til umsagnar og veita þriggja vikna umsagnarfrest.

9) Önnur mál. Kl. 11:54
Nefndin ræddi beiðni EyH um fund um ákvörðun velferðarráðherra um aðgerðir í PIP-brjóstapúðamálinu. Samþykkt var að óska eftir því að ráðherra kæmi fyrir nefndina til að fara yfir málið.

Fleira var ekki rætt.
DSt og BirgJ voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:54