33. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. febrúar 2012 kl. 09:43


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:43
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 11:12
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:56
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 11:24
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:43
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:43
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:43
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 10:02

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 09:43
Formaður lagði fram drög að fundargerð 31. og 32. fundar sem voru samþykkt.

2) 307. mál - málefni aldraðra og heilbrigðisþjónusta Kl. 09:44
Nefndin hélt áfram umfjöllun um 307. mál. Bryndís Þorvaldsdóttir, Einar Magnússon, Hermann Bjarnason og Þorgerður Benediktsdóttir frá velferðarráðuneyti komu á fund nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá komu Guðjón Bragason, Gyða Hjartardóttir og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á fundinn, lögðu fram minnisblað sambandsins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 440. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 Kl. 10:47
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 440. mál. Guðjón Bragason, Gyða Hjartardóttir og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga komu á fund nefndarinnar og fóru yfir umsögn sambandsins auk þess að svara spurningum nefndarmanna. Því næst komu á fundinn Kristín Tómasdóttir frá Geðhjálp, Grétar Pétur Geirsson frá Sjálfsbjörgu, Friðrik Sigurðsson og Gerður A. Árnadóttir frá Þroskahjálp og Guðmundur Magnússon og Lilja Þorgeirsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands. Fóru gestir yfir sjónarmið sín og athugasemdir um málið auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

4) 112. mál - húsaleigubætur Kl. 10:46
Nefndin tók til umfjöllunar 112. mál um húsaleigubætur og lagði til að málið yrði sent út til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Lagt var til að GStein yrði framsögumaður málsins og var það samþykkt.

5) 555. mál - málefni innflytjenda Kl. 10:46
Nefndin tók til umfjöllunar 555. mál. Lagt var til að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Var það samþykkt sem og tillaga um að fresta ákvörðun um framsögumann málsins.

6) Önnur mál. Kl. 12:04
Fleira var ekki rætt.
BirgJ var fjarverandi og KLM var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. LGeir vék af fundi kl 11:30 vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 12:04