38. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. mars 2012 kl. 10:05


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 10:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 10:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:05

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:05
Formaður dreifði drögum að fundargerð 37. fundar sem voru samþykkt í lok fundar.

2) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 10:06
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 256. mál. Á fund nefndarinnar komu Einar Magnússon, Guðlín Steinsdóttir og Steinunn Margrét Lárusdóttir frá velferðarráðuneyti, Halldór G. Haraldsson frá Sjúkratryggingum Íslands og Sigríður Jóhannsdóttir frá landlæknisembættinu. Svöruðu þau spurningum nefndarmanna um einstök atriði málsins.

3) Önnur mál. Kl. 11:33
Fleira var ekki rætt.

BirgJ var fjarverandi og VBj, KLM og RR boðuð forföll.

Fundi slitið kl. 11:33