51. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. maí 2012 kl. 09:05


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:05
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:05
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:05
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:05
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:05
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:05

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
Formaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar sem voru samþykkt.

2) 290. mál - barnalög Kl. 09:07
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 290. mál og fékk á fund sinn Hrefnu Friðriksdóttur sem gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Hrefna yfirgaf fundinn kl. 10:47 og Sigrún Júlíusdóttir kom á fundinn kl. 10:54 og svaraði spurningum nefndarmanna um málið.

3) 50. mál - félagsleg aðstoð Kl. 11:57
Umfjöllun um málið var frestað.

4) 112. mál - húsaleigubætur Kl. 11:57
Umfjöllun um málið var frestað.

5) 220. mál - tímasett áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga Kl. 11:57
Umfjöllun um málið var frestað.

6) 476. mál - ætlað samþykki við líffæragjafir Kl. 11:57
Umfjöllun um málið var frestað.

7) Önnur mál. Kl. 11:57
UBK óskaði eftir því að nefndin héldi áfram umfjöllun um tæknifrjóvganir og féllst formaður á að setja málið á dagskrá á næsta fundi.

EyH yfirgaf fundinn kl. 10:00 og í hennar stað kom HuldA.
KLM yfirgaf fundinn kl. 10:47.
BirgJ áheyrnarfulltrúi yfirgaf fundinn kl. 10:47.


Fundi slitið kl. 11:57