52. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2012 kl. 09:08


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:08
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:08
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:08
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:08
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:08
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:08
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:08

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:08
Varaformaður dreifði drögum að fundargerð síðasta fundar í fjarveru formanns og voru drögin samþykkt.

2) 290. mál - barnalög Kl. 09:08
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á fund sinn Dögg Pálsdóttur sem gerði grein fyrir athugasemdum sínum um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 440. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 Kl. 10:10
Umfjöllun um málið var frestað.

4) 679. mál - landlæknir og lýðheilsa Kl. 10:17
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á fund sinn Guðríðu Þorsteinsdóttur, Vilborgu Ingólfsdóttur, Sindra Kristjánsson og Áslaugu Einarsdóttur frá velferðarráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir athugasemdum sem ráðuneytið hefur við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Tæknifrjóvganir. Kl. 10:58
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um kostnað við tæknifrjóvganir og nýlegar reglugerðarbreytingar sem gerðu það að verkum að þátttaka Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við tæknifrjóvgunarmeðferðir hefur minnkað. Nefndin fékk á fund sinn Einar Magnússon og Hrönn Ottósdóttur frá velferðarráðuneytinu og svöruðu þau spurningum nefndarmanna.

6) 112. mál - húsaleigubætur Kl. 11:15
Nefndin fjallaði um málið.

7) 50. mál - félagsleg aðstoð Kl. 11:18
Nefndin fjallaði um málið.

8) 220. mál - tímasett áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga Kl. 11:21
Nefndin fjallaði um málið.

9) 476. mál - ætlað samþykki við líffæragjafir Kl. 11:25
Umfjöllun um málið var frestað.

10) Önnur mál. Kl. 11:25
Varaformaður dreifði drögum að umsagnarlistum í 692. máli, 734. máli og 735. máli sem voru samþykktir og ákveðið að veita 7 daga umsagnarfrest.

ÁI var fjarverandi vegna veikinda og KLM var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
BirgJ áheyrnarfulltrúi vék af fundi kl. 10:15 og VBj vék af fundi kl. 10:37.

Fundi slitið kl. 11:35