54. fundur
velferðarnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 09:10


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI) formaður, kl. 09:10
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:10
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 09:10
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:10
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:10

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:10
Formaður dreifði drögum að fundargerðum síðustu tveggja funda sem voru samþykkt.

2) 440. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 Kl. 09:10
Varaformaður sem er framsögumaður í málinu dreifði drögum að nefndaráliti og breytingartillögum í málinu og lagði til að þau yrðu samþykkt og að málið yrði tekið úr nefndinni. Var samþykkt að taka málið úr nefndinni. Að nefndaráliti meiri hluta standa JRG, ÁI, LGeir, GStein, SER og MN.

3) 256. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 09:30
Nefndin fjallaði örstutt um málið.

4) 698. mál - greiðsluaðlögun einstaklinga Kl. 09:31
Nefndin fjallaði um málið.

Kl. 9:40 gerði formaður hlé á fundi til kl. 10:35.

5) 734. mál - húsnæðismál Kl. 10:35
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Gunnhildi Gunnarsdóttur og Einar Jónsson frá Íbúðalánasjóði og Guðjón Rúnarsson og Yngva Örn Kristjánsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Gerðu þau grein fyrir afstöðu sinni til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál. Kl. 11:45
Formaður dreifði drögum að umsagnarlista í 736. máli sem var samþykktur og ákveðið að veita 7 daga frest. Ákveðið var einnig að ÁI yrði framsögumaður nefndarinnar.

KLM var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
EyH var fjarverandi vegna slæmrar færðar.
RR, VBj og GStein voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:50