8. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 15. október 2012 kl. 10:10


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:10
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:10
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:10
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:10
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:10
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:26
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:10

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:10
Formaður lagði fram fundargerð síðasta sem var samþykkt.

2) 64. mál - málefni innflytjenda Kl. 10:12
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerði hann grein fyrir sínum sjónarmiðum um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 65. mál - barnaverndarlög Kl. 10:47
Framsögumaður málsins lagði fram drög að nefndaráliti í málinu og lagði til að málið yrði afgreitt úr nefndinni sem allir viðstaddir voru samþykkir.
Að nefndaráliti standa: SII, ÞBack, JRG, ÁÞS, EKG, UBK, EyH og Gstein.

4) 66. mál - skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra Kl. 10:42
Framsögumaður lagði fram drög að nefndaráliti í málinu og lagði til að það yrði afgreitt úr nefndinni sem allir viðstaddir voru samþykkir.
Að nefndaráliti standa: SII, ÞBack, JRG, ÁÞS, EKG, UBK, EyH og Gstein.

5) Önnur mál. Kl. 11:00
Nefndin ræddi vinnu komandi vikna.

KLM og ÁÞS voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, sat ekki fundinn.

Fundi slitið kl. 11:52