33. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. janúar 2013 kl. 10:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:05
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 10:45
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 10:05
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:41
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 10:05
Logi Már Einarsson (LME) fyrir KLM, kl. 10:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:28
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:05

ÞrB var fjarverandi.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi, sat ekki fundinn.
LME vék af fundi kl. 11:40.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:05
Formaður lagði fram drög að fundargerð síðasta fundar sem samþykkt var í lok fundar.

2) 499. mál - tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak Kl. 10:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Siv Friðleifsdóttur alþingismann og formann velferðarnefndar Norðurlandaráðs, Guðlaugu Guðjónsdóttur frá Krabbameinsfélaginu, Ívar J. Hauksson frá ÁTVR og Lúðvík Ólafsson og Þorstein Blöndal frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gerðu gestirnir grein fyrir sínum sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 460. mál - lyfjalög Kl. 12:00
Dagskrárliðnum var frestað.

4) Áhrif uppsagna hjúkrunarfræðinga á starfsemi LSH. Kl. 11:09
Nefndin fjallaði um áhrif uppsagna hjúkrunarfræðinga á starfsemi Landspítalans. Á fund nefndarinnar komu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Anna Lilja Gunnarsdóttir ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneyti, Björn Zoega forstjóri LSH og Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH.

5) Önnur mál. Kl. 12:00
Nefndin ákvað að senda til umsagnar 323. mál og 454. mál og veita frest til 14. febrúar.
UBK vakti máls á fyrirhuguðum fundi nefndarinnar um hjúkrunarrými og nauðsynlegum undirbúningi.

Fundi slitið kl. 12:05