43. fundur
velferðarnefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. mars 2013 kl. 15:22


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 15:22
Birkir Jón Jónsson (BJJ), kl. 15:29
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 15:22
Jónína Rós Guðmundsdóttir (JRG), kl. 15:31
Logi Már Einarsson (LME) fyrir KLM, kl. 15:22
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:22
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 15:22
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 15:22

GStein var fjarverandi.
BirgJ, áheyrnarfulltrúi, sat ekki fund nefndarinnar.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 03:22
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 606. mál - starfsmannaleigur Kl. 03:23
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 606. mál og fékk á sinn fund Halldór Grönvold frá ASÍ, Hrafnhildi Stefánsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Unni Sverrisdóttur frá Vinnumálastofnun. Gerðu þau grein fyrir sínum sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 28. mál - ætlað samþykki við líffæragjafir Kl. 03:56
Umfjöllun um málið var frestað.

4) 152. mál - jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum Kl. 03:57
Flutningsmaður gerði grein fyrir drögum að nefndaráliti.

5) 499. mál - tóbaksvarnir og verslun með áfengi og tóbak Kl. 04:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur og Guðríði Sigurjónsdóttur frá velferðarráðuneyti og Viðar Jensson og Lilju Sigrúnu Jónsdóttur frá embætti landlæknis. Gerðu þau grein fyrir áliti ESA vegna málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál. Kl. 04:48
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:48