6. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. nóvember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:21
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:12
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS) fyrir ÞórE, kl. 09:00
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00

KaJúl vék af fundi kl. 10:03 þar sem hún þurfti að mæta á annan nefndafund.
LRM vék af fundi kl. 11:02.
BjÓ vék af fundi kl. 11:10.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 5. mál - bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi Kl. 09:03
Nefndin tók til umfjöllunar 5. mál og fékk á sinn fund Hildigunni Hafsteinsdóttur frá Neytendasamtökunum, Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Þóreyju S. Þórðardóttur og Þorbjörn Guðmundsson frá Landssambandi lífeyrissjóða. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 24. mál - sjúkraskrár Kl. 10:06
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Geir Gunnlaugsson landlækni og Önnu Björg Aradóttur og Birnu Sigurbjörnsdóttur frá embætti landlæknis. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þegar ofangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Ólafur G. Skúlason og Aðalbjörg Finnbogadóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Margrét Tómasdóttir talsmaður sjúklinga á LSH. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 23. mál - geislavarnir Kl. 11:06
Nefndin fjallaði um málið.

5) 144. mál - almannatryggingar, málefni aldraðra og félagsleg aðstoð Kl. 11:25
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 21. nóvember.

6) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30