22. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. janúar 2014 kl. 10:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:05
Elín Hirst (ElH), kl. 10:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:05
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir BjÓ, kl. 10:05
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir LRM, kl. 10:05

Katrín Júlíusdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Ásmundur Friðriksson og Unnur Brá Konráðsdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:05
Formaður lagði fram fundargerðir síðustu fjögurra funda nefndarinnar á árinu 2013 sem voru samþykktar.

2) 159. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 10:07
Nefndin hóf umfjöllun sína um mál nr. 159 og 160 en málin eru nátengd og mun nefndin fjalla um þau samhliða.

Á fundinn komu Guðríður Þorsteinsdóttir og Laufey Helga Guðmundsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Magnús Karl Magnússon, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar í lyfja- og eiturefnafræði við HÍ. Kynntu þau efni frumvarpanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 160. mál - lífsýnasöfn Kl. 10:07
Sjá dagskrárlið nr. 2.

4) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50