25. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. janúar 2014 kl. 10:00


Mættir:

Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 10:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Elín Hirst (ElH), kl. 10:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH) fyrir KaJúl, kl. 10:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:21
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 10:00
Oddgeir Ágúst Ottesen (OddO) fyrir UBK, kl. 10:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 10:00
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) Sjúkraflutningar á höfuðborgarsvæðinu Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um stöðu sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu og samningaviðræðum þar um milli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og velferðarráðuneytisins. Á fund nefndarinnar komu fyrst Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri, Gunnar Einarsson, Jón Gnarr og Björn Blöndal frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar framangreindir gestir höfuð yfirgefið fundinn komu á fundinn Hrönn Ottósdóttir og Guðríður Þorsteinsdóttir frá velferðarráðuneyti og Haraldur L. Haraldsson ráðgjafi.

3) 159. mál - vísindarannsóknir á heilbrigðissviði Kl. 11:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 159. og 160. mál og fékk á sinn fund Geir Gunnlaugsson landlækni og Sigríði Haraldsdóttur og Lilju Sigrúnu Jónsdóttur frá embætti landlæknis. Gerðu þau grein fyrir umsögn embættisins um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 160. mál - lífsýnasöfn Kl. 11:30
Sjá fyrri dagskrárlið.

5) Önnur mál Kl. 12:06
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:06