44. fundur
velferðarnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. apríl 2014 kl. 09:05


Mættir:

Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:31
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:05
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:05
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:05
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:05

Þórunn Egilsdóttir vék af fundi kl. 9:31.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 9:40.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Elín Hirst og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 378. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 09:05
Nefndin hóf umfjöllun sína um 378 mál og fékk fyrst á sinn fund Margréti Björnsdóttur og Guðrúnu Jensdóttur frá velferðarráðuneyti sem kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Þorbjörn Jónsson og Dögg Pálsdóttur frá Læknafélaginu, Geir Gunnlaugsson landlæknir og Anna Björg Aradóttir frá embætti landlæknis, Ólafur Ólafsson og Finnbogi Rútur Hálfdánarson frá Félagi lyfjafræðinga og Páll Geir Bjarnason frá Félagi áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Gerður gestirnir grein fyrir afstöðu sinni til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 294. mál - aðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 294. mál og fékk á sinn fund Auði Guðjónsdóttur og Ingimar Einarsson frá Mænuskaðastofnun Íslands.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:02