8. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Anna María Elíasdóttir (AME) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Álit umboðsmanns barna vegna niðurfellingar máls tengd leikskólanum 101. Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um framangreint alit og fékk á sinn fund Guðríði Bolladóttur og Ingibjörgu Broddadóttur frá velferðarráðuneyti.

3) Álit umboðsmanns Alþingis í máli nr. 7851/2014: Almannatryggingar. Upphafstími bótaréttar og athugasemdir Tryggingastofnunar ríkisins og Öryrkjabandalags Íslands. Kl. 09:30
Fjallað var um framangreint álit. Á fund nefndarinnar komu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Ágúst Þór Sigurðsson frá velferðarráðuneyti, Sigríður Lillý Baldursdóttir og Ragna Haraldsdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins, Ellen Calmon, Daníel Isebarn Ágústsson og Bergur Þorri Benjamínsson frá Öryrkjabandalagi Íslands, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson frá Þroskahjálp og Anna G. Ólafsdóttir og Hrannar Jónsson frá Geðhjálp.

4) 72. mál - evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum Kl. 11:30
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: SII, BjÓ, AME, ÁsF, BN, GuðbH, PJP, ÁI, ÓBK.

5) 76. mál - heilbrigðisþjónusta Kl. 11:35
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: SII, BjÓ, AME, ÁsF, BN, GuðbH, PJP, ÁI, ÓBK.

6) 105. mál - Ábyrgðasjóður launa Kl. 11:40
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: SII, BjÓ, AME, ÁsF, BN, GuðbH, PJP, ÁI, ÓBK.

7) 106. mál - frjáls atvinnu- og búseturéttur launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins Kl. 11:40
Málið var afgreitt frá nefndinni. Undir nefndarálit rita: SII, BjÓ, AME, ÁsF, BN, GuðbH, PJP, ÁI, ÓBK.

8) Önnur mál Kl. 11:50
Rætt var um næstu fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:00