10. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:50
Álfheiður Ingadóttir (ÁI) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00

Brynjar Níelsson og Óli Bjorn Kárason véku af fundi kl. 10.50.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 11.00.
Álfheiður Ingadóttir vék af fundi kl 11.35.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 1. - 9. fundar voru samþykktar.

2) Önnur mál Kl. 09:05
Undir liðnum önnur mál voru send til umsagnar mál 257 (sérhæfð þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu) og mál 25 (fjármögnun byggingar nýs Landsspítala). Frestur var gefinn þrjár vikur vegna fyrrnefnda málsins en tvær vikur vegna þess síðarnefnda.

Ákveðið var að senda nefndinni spurningar til velferðarráðuneytis vegna álits umboðsmanns Alþingis (nr. 7851/2014). Spurningarnar höfðu áður verið sendar nefndinni í tölvupósti.

3) 242. mál - sjúkratryggingar Kl. 09:05
Málið var sent til umsagnar og veittur tveggja vikna frestur til að skila nefndinni umsögn.

4) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um þær forsendur fjárlagafrumvarps sem heyra undir málefnasvið hennar. Nefndin fékk á sinn fund Ólaf Darra Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Kristinn Bjarnason og Döllu Ólafsdóttur frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Eyjólf Eysteinsson og Hauk Ingibergsson frá Landssambandi eldri borgara, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur og Sturlaug Tómasson, Ágúst Þór Sigurðsson og Einar Njálsson frá velferðarráðuneyti og Gissur Pétursson og Vigni Örn Hafþórsson frá Vinnumálastofnun.

Fundi slitið kl. 11:40