24. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. desember 2014 kl. 08:37


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 08:37
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 08:37
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:37
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:48
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:37
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:37
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 08:47
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:42
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 08:37
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:37

Brynjar Níelsson var fjarverandi fyrri hluta fundar vegna annarra þingstarfa. Ragnheiður Ríkharðsdóttir vék af fundi kl. 09:48 vegna annarra þingstarfa. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 09:55 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:37
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) 159. mál - umboðsmaður skuldara Kl. 08:37
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Undir nefndarálit rita Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Björt Ólafsdóttir, Ásmundur Friðriksson, Guðbjartur Hannesson, Páll Jóhann Pálsson,
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, með fyrirvara, og Steinunn Þóra Árnadóttir.

3) 27. mál - aðgerðaáætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Ingi Steinar Ingason, Laura Sch. Thorsteinsson og Leifur Bárðarson frá embætti landlæknis, Unnur Pétursdóttir frá Félagi íslenskra sjúkraþjálfara, Auðbjörg B. Bjarnadóttir og Sigurður Árnason frá Heilsugæslustöðinni Kirkjubæjarklaustri, Ólafur Baldursson frá Landspítala og Þóra Björg Jónsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

4) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10