26. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 09:05


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:05
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) 2. varaformaður, kl. 10:06
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:10
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Valgerður Bjarnadóttir (VBj) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 09:08

Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði forföll vegna veikinda.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Kosning 1. varaformanns. Kl. 09:05
Elsa Lára Arnardóttir var kosin 1. varaformaður nefndarinnar.

2) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerðir 24. og 25. fundar voru samþykktar.

3) Verkfall lækna, áhrif þess á heilbrigðiskerfið og öryggi sjúklinga. Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Birgir Jakobsson og Anna Björg Aradóttir frá embætti landlæknis og Páll Matthíasson frá Landspítala.

4) 322. mál - almannatryggingar Kl. 10:08
Á fund nefndarinnar komu Ágúst Þór Sigurðsson og Hildur Sverrisdóttir Röed frá velferðarráðuneyti.

5) 402. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar kom Guðlín Steinsdóttir frá velferðarráðuneyti.

6) 35. mál - almannatryggingar Kl. 11:30
Ákveðið var að Guðbjartur Hannesson yrði framsögumaður málsins.

7) 258. mál - 40 stunda vinnuvika o.fl. Kl. 11:30
Ákveðið var að Björt Ólafsdóttir yrði framsögumaður málsins.

8) 207. mál - úrskurðarnefnd velferðarmála Kl. 11:31
Nefndin ræddi málið.

9) 25 ára afmæli samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Kl. 11:38
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir gerð grein fyrir fyrirhuguðum fundi nefndarinnar vegna 25 ára afmælis samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins 4. febrúar 2015.

10) Önnur mál Kl. 11:42
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:42