54. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 13:15


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:15
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 13:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:15
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:15
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 13:15
Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 13:15
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 13:15
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:15

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:15
Samþykkt fundargerðar var frestað.

2) 322. mál - almannatryggingar Kl. 13:17
Málið var afgreitt frá nefndinni með samþykki allra viðstaddra. Að nefndaráliti og breytingartillögu stóðu Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson, Elsa Lára Arnardóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Páll Jóhann Pálsson. Guðbjartur Hannesson, Páll Valur Björnsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir boðuðu að þau myndu skila séráliti.

3) 402. mál - slysatryggingar almannatrygginga Kl. 13:17
Málið var afgreitt frá nefndinni með samþykki allra viðstaddra. Að nefndaráliti og breytingartillögu stóðu allir viðstaddir.

4) 207. mál - úrskurðarnefnd velferðarmála Kl. 13:17
Málið var afgreitt frá nefndinni með samþykki allra viðstaddra. Að nefndaráliti og breytingartillögu stóðu Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson, Elsa Lára Arnardóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Páll Jóhann Pálsson. Guðbjartur Hannesson, Páll Valur Björnsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir boðuðu að þau myndu skila séráliti.

5) Önnur mál Kl. 13:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:22