56. fundur
velferðarnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. maí 2015 kl. 13:02


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:02
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:02
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:09
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Björt Ólafsdóttur (BjÓ), kl. 13:02
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:42
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:02
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:02

Elsa Lára Arnardóttir boðaði forföll. Guðbjartur Hannesson boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 338. mál - seinkun klukkunnar og bjartari morgnar Kl. 13:04
Á fund nefndarinnar komu Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Sveinbjörn Kristjánsson frá embætti landlæknis, Linda Dögg Hólm frá Geðhjálp, Hörður Þorsteinsson frá Golfsambandi Íslands, Gunnlaugur Björnsson, Ari Guðjónsson og Guðjón Arngrímsson frá Icelandair Group hf. og Þorsteinn Sæmundsson.

2) Fundargerð Kl. 14:17
Fundargerð 55. fundar var samþykkt.

3) 408. mál - lyfjalög Kl. 14:18
Málið var afgreitt frá nefndinni með breytingartillögu. Að nefndaráliti stóðu allir viðstaddir. Steinunn Þóra Árnadóttir ritaði undir álitið með fyrirvara. Elsa Lára Arnardóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritaði undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna um fastanefndir Alþingis.

4) Önnur mál Kl. 14:26
Nefndin ákvað að fjalla sérstaklega um málefni aldraðra á haustþingi 2015 með opnum nefndarfundi og skipulögðum heimsóknum á þjónustustofnanir fyrir aldraða.

Fundi slitið kl. 14:30