15. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:10
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:02
Hörður Ríkharðsson (HR), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:59
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:12
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:07

Ragnheiður Ríkharðsdóttir boðaði seinkun. Steingrímur J. Sigfússon og Ásmundur Friðriksson viku af fundi kl. 10:39.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 11., 12., 13. og 14. fundar voru samþykktar.

2) 15. mál - bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, Hildigunnur Hafsteinsdóttir og Hrannar Már Gunnarsson frá Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Ellý Alda Þorsteinsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Björn Brynjúlfur Björnsson frá Viðskiptaráði Íslands og Ellen Calmon frá Öryrkjabandalagi Íslands.

3) 25. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 10:41
Á fund nefndarinnar kom Helga Sól Ólafsdóttir lektor.

4) Málefni eldri borgara. Kl. 10:17
Umræðu um málið var frestað.

5) Skrá um skimun fyrir sykursýki. Kl. 10:17
Ákveðið var að óska eftir því að fulltrúar frá embætti landlæknis og heilsugæslunni og Rafn Benediktsson kæmu á fund nefndarinnar vegna málsins.

6) Önnur mál Kl. 10:20
Ákveðið var að óska eftir því að fulltrúar frá Landssamtökunum Þroskahjálp og velferðarráðuneyti kæmu á fund nefndarinnar til að ræða sumardvalarheimili fyrir fatlað fólk.

Ákveðið var að óska eftir því að verkefnisstjórn um samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð kæmi á fund nefndarinnar til að ræða stöðu verkefnisins.

Ákveðið var að verða ekki við ósk um fund með nefndinni til að ræða kjaramál og mönnun meðal ljósmæðra á Landspítala.

Fundi slitið kl. 11:01