28. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. janúar 2016 kl. 10:02


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 10:02
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 10:05
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 10:02
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) fyrir Ásmund Friðriksson (ÁsF), kl. 10:02
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:02
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:02
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:02
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 10:02

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir var fjarverandi. Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 11:40 og kom aftur á fund kl. 13:19. Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 13:54. Páll Valur Björnsson vék af fundi kl. 14:46.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:02
Fundargerðir 26. og 27. fundar voru samþykktar.

2) Frumvörp á sviði húsnæðismála og kjarasamningar. Kl. 10:03
Á fund nefndarinnar komu Henný Hinz, Magnús M. Norðdahl og Sigurður Bessason frá Alþýðusambandi Íslands og Halldór Árnason og Þorsteinn Víglundsson frá Samtökum atvinnulífsins.

3) 228. mál - sjúkratryggingar og lyfjalög Kl. 11:36
Nefndin ræddi málið.

4) 370. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 13:06
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason og Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

5) 25. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 14:38
Málið var afgreitt frá nefndinni með atkvæði allra viðstaddra. Að nefndaráliti með breytingartillögu stóðu allir viðstaddir.

6) Skrá um sykursýki og skimun fyrir sykursýki. Kl. 14:48
Liðnum var frestað.

7) Önnur mál Kl. 14:48
Ákveðið var að óska eftir fundi með velferðarráðuneyti og lyfjagreiðslunefnd til að ræða upptöku nýrra S-merktra lyfja.

Fundi slitið kl. 14:52