34. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 29. janúar 2016 kl. 09:02


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:02
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:19
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:02
Guðmundur Steingrímsson (GStein) fyrir Pál Val Björnsson (PVB), kl. 09:13
Haraldur Benediktsson (HarB) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 09:16
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 10:11
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 09:02
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:24
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:02

Ólína Þorvarðardóttir boðaði að hún yrði sein vegna annarra þingstarfa. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir vék af fundi kl. 10:08. Haraldur Benediktsson og Ólína Þorvarðardóttir viku af fundi kl. 11:54. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 13:43.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 09:02
Nefndin fékk á sinn fund fyrst Benedikt Sigurðarson frá Búseta á Norðurlandi hsf. og Jóhann Má Sigurbjörnsson frá Samtökum leigjenda, næst Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, Hermann Jónasson og Úlfar Þ. Indriðason frá Íbúðalánasjóði og loks Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Ástu S. Helgadóttur, umboðsmann skuldara, og Lovísu Ósk Þrastardóttur frá umboðsmanni skuldara og Björn Arnar Magnússon, Lilju Þorgeirsdóttur og Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands.

2) Fundargerð Kl. 11:54
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

3) 407. mál - húsnæðisbætur Kl. 12:49
Nefndin fékk á sinn fund Indriða B. Ármannsson og Sólveigu J. Guðmundsdóttur frá Þjóðskrá Íslands og Lilju Þorgeirsdóttur, Sigríði Hönnu Ingólfsdóttur og Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalagi Íslands.

4) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 14:05
Nefndin fékk á sinn fund Björn Brynjúlf Björnsson og Mörtu Guðrúnu Blöndal frá Viðskiptaráði Íslands.

5) Önnur mál Kl. 14:38
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:38