49. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. mars 2016 kl. 09:03


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:03
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:05
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:03
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:33
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:11
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:06
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:03
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:11

Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir boðuðu forföll. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir viku af fundi kl. 11:33.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) 25. mál - fæðingar- og foreldraorlof Kl. 09:05
Nefndin fékk á sinn fund Ágúst Þór Sigurðsson, Bjarnheiði Gautadóttur og Vilborgu Ingólfsdóttur frá velferðarráðuneyti.

Málið var afgreitt frá nefndinni með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna.

2) Fundargerð Kl. 09:23
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

3) 435. mál - almennar íbúðir Kl. 09:25
Nefndin fékk á sinn fund Aðalstein Þorsteinsson og Snorra Björn Sigurðsson frá Byggðastofnun og Karl Björnsson og Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

4) 370. mál - húsnæðissamvinnufélög Kl. 10:35
Nefndin fékk á sinn fund Bjarnheiði Gautadóttur og Lísu Margréti Sigurðardóttur frá velferðarráðuneyti og Ásu Ólafsdóttur dósent.

5) Önnur mál Kl. 12:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:15