93. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:28
Karl Garðarsson (KG) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:18
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:07

Elsa Lára Arnardóttir boðaði forföll vegna veikinda. Unnur Brá Konráðsdóttir boðaði forföll. Karl Garðarsson vék af fundi kl. 10.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 92. fundar samþykkt.

2) 857. mál - almannatryggingar o.fl. Kl. 09:05
Á fundinn mættu Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, Haukur Ingibergsson og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir frá Landssambandi eldri borgara, Gísli Jafetsson, Hrafn Magnússon og Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Félagi eldri borgara í Reykjavík, Halldór Sævar Guðbergsson og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands og Árni Múli Jónasson og Friðrik Sigurðsson frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Kynntu þau umsagnir um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:35