105. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. október 2016 kl. 13:00


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 13:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 13:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:21
Halldóra Mogensen (HallM) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Ragnheiði Ríkharðsdóttur (RR), kl. 13:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 13:16
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 13:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Frestað til næsta fundar.

2) 849. mál - húsnæðismál Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Ellen Calmon og Stefán Vilbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Þá var Benedikt Sigurðsson frá Búseta Norðurlands á símafundi. Fóru þau yfir sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 857. mál - almannatryggingar o.fl. Kl. 13:50
Nefndin afgreiddi málið með samþykki allra viðstaddra. Að nefndaráliti meiri hlutans standa Óli Björn Kárason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir og Ásmundur Friðriksson.

4) 197. mál - almannatryggingar Kl. 13:52
Nefndin afgreiddi málið með samþykki allra viðstaddra nema Steinunnar Þóru Árnadóttur sem sat hjá við afgreiðslu málsins úr nefndinni. Að nefndaráliti meiri hlutans standa Páll Valur Björnsson, Óli Björn Kárason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir. Halldóra Mogensen er samþykk álitinu.

5) Önnur mál Kl. 12:53
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 13:53