107. fundur
velferðarnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, fimmtudaginn 13. október 2016 kl. 09:30


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA) 1. varaformaður, kl. 09:30
Páll Valur Björnsson (PVB) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:30
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:30
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:30

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerðir síðustu funda samþykktar.

2) 857. mál - almannatryggingar o.fl. Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Ágúst Þór Sigurðsson frá velferðarráðuneytinu. Ræddu þau málið við nefndina og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin afgreiddi málið með samþykki allra viðstaddra. Að nefndaráliti standa Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Ásmundur Friðriksson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Elsa Lára Arnardóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Páll Valur Björnsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir með fyrirvara. Halldóra Mogensen er samþykk breytingartillögunni.

3) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:00