3. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. febrúar 2017 kl. 08:03


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 08:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 08:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:12
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:15
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 08:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) fyrir Ólöfu Nordal (ÓN), kl. 08:10
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 08:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ) fyrir Halldóru Mogensen (HallM), kl. 08:04

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:03
Fundargerð 2. fundar samþykkt.

2) Þingmálaskrá 146. löggjafarþings Kl. 08:03
Á fundinn mættu Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Einar Magnússon, Guðlín Steindórsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir frá velferðarráðuneyti. Kynntu þau þingmálaskrá ráðherra ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Klíníkin Ármúla Kl. 08:30
Á fundinn mættu Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Einar Magnússon, Guðlín Steindórsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti, Anna Björg Aradóttir og Jórlaug Heimisdóttir frá embætti landlæknis, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, Einar Örn Einarsson og Hjálmar Þorsteinsson frá Klíníkinni Ármúla og Guðlaug Björnsdóttir, Ingibjörg K. Þorsteinsdóttir og Steingrímur Ari Arason frá Sjúkratryggingum Íslands. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:07
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:07