17. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. mars 2017 kl. 09:03


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:03
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:09
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:03
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:03
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:07
Kristín Traustadóttir (KTraust), kl. 09:03
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:07

Hildur Sverrisdóttir var erlendis vegna annarra þingstarfa. Jóna Sólveig Elínardóttir vék af fundi kl. 9:42 og kom aftur kl. 10:09.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerðir 14. og 15. fundar samþykktar.

2) 57. mál - heilbrigðisáætlun Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar mættu María Heimisdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir frá Landspítalanum, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum, Eva Hjörtína Ólafsdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ellen Calmon og Stefán Vilbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands. Á símafundi voru Bjarni Jónsson, Hildugunnur Svavarsdóttir og Sigurður Einar Sigurðsson frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Gerðu þau grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 84. mál - fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar mættu María Heimisdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir og Sigrún Guðjónsdóttir frá Landspítalanum, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum og Eva Hjörtína Ólafsdóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Gerðu þau grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 12:00