21. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:20
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:15.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað til næsta fundar.

2) 106. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Arnþór Jónsson, Ásgerður Björnsdóttir og Þórarinn Tyrfingsson frá SÁÁ, Guðrún Halla Jónsdóttir og Kristjana Gunnarsdóttir f.h. Samráðshóps um forvarnir, Kristján Sturluson, Laufey Tryggvadóttir og Valgerður Sigurðardóttir frá Krabbameinsfélagi Íslands, Guðrún Halla Jónsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir f.h. Saman hópsins, Árni Guðmundsson frá Samstarfsráði félagasamtaka í forvörnum og Guðlaug B. Guðjónsdóttir frá Fræðslu og forvörnum.
Fóru þau yfir sjónarmið sín um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Á fundinum voru lögð fram eftirfarandi skjöl: „Tinna. Tækifæri til betra lífs. Úrræði fyrir unga, einstæða foreldra sem vilja breytingar fyrir sig og börn sín", „Ending Educational and Child Poverty in Europe“ og „Velferðarvaktin. Stöðuskýrsla 2014-2016.“

3) 57. mál - heilbrigðisáætlun Kl. 11:20
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:30