22. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. apríl 2017 kl. 09:10


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:34
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:25
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:10

Birgir Ármannsson var fjarverandi sökum annarra þingstarfa. Jóna Sólveig Elínardóttir var erlendis vegna annarra þingstarfa. Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 10:29 og kom aftur kl. 11:33.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað til næsta fundar.

2) 57. mál - heilbrigðisáætlun Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Sigrún Gunnarsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir. Fóru þær yfir sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 84. mál - fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald Kl. 10:30
Dagskrárlið frestað.

4) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Gunnþóra Elín Erlingsdóttir ritari EES-mála hjá Alþingi og Steinlaug Högnadóttir frá untanríkisráðuneyti. Kynntu þær þinglega meðferð EES-mála og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 215. mál - þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga Kl. 11:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

6) 223. mál - málefni aldraðra Kl. 11:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

7) 285. mál - uppbygging leiguíbúða Kl. 11:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

8) 372. mál - lyfjastefna til ársins 2022 Kl. 11:35
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

9) 378. mál - framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar Kl. 11:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fjögurra vikna umsagnarfresti.

10) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:40