42. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 29. maí 2017 kl. 08:35


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 08:35
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 08:35
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 08:52
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:57
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:09
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 08:35
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 08:35
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 08:35
Óli Halldórsson (ÓHall) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 08:35

Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 10:04 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) 432. mál - bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum Kl. 08:35
Nefndin fjallaði um málið.

Þá mættu á fund nefndarinnar Friðrik Smári Björgvinsson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Einar Magnússon og Ragnhildur Sif Hafstein frá velferðarráðuneytinu og Ólafur B. Einarsson og Jón Pétur Einarsson frá embætti landlæknis. Fóru þau yfir sjónarmið um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 438. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 10:08
Nefndin fjallaði um 439. mál samhliða.

Nefndin lagði fram eftirfarandi bókun:
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kemur fram að „[þ]egar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu við að innleiða samning þennan og vinna að því að taka ákvarðanir um stöðu fatlaðs fólks skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar með talið fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“

Með vísan til þessa og í ljósi óska, ábendinga og athugasemda sem fram hafa komið frá sumum samtökum sem vinna að hagsmuna- og réttindamálum fatlaðs fólks varðandi efni og meðferð frumvarpsisn og m.t.t. þess að velferðarnefnd hefur skamman tíma til afgreiðslu frumvarpsins á þessu þingi er lagt til að afgreiðslu þess verði frestað.

Gert er ráð fyrir að velferðarnefnd nýti tíma milli þinga til að fjalla um frumvarpið og umsagnir um það og taki það til afgreiðslu strax við upphaf næsta þings. Gangi það eftir getur frumvarpið öðlast gildi 1. janúar eins og kveðið er á um í því.

Í lokamálsgrein ákvæðis IV til bráðabirgða i lögum um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992, með síðari breytingum, er kveðið á um að heimilt sé að framlengja samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) til ársloka 2017. Í ljósi þess sem og þess að tilraunaverkefni sem sú framkvæmd byggist á er lokið og þar sem afar mikilvægt er að eyða þeirri óvissu sem verið hefur um þetta þjónustuform og stöðu þeirra einstaklinga sem hafa haft samninga um þá þjónustu og þeirra sem hafa hug á að sækja um slíka þjónustu er lagt til að ákvæði um notendastýrða persónulega aðstoð í 11. gr. og bráðabirgðaákvæði I í frumvarpinu verði felld inn í núgildandi lög um málefni fatlaðs fólks. Gert er ráð fyrir að þær greinar verði síðan í lögum um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir þegar það hefur verið afgreitt.

Í ofangreindum ákvæðum varðandi NPA og/eða greinargerð með þeim þarf að tryggja að fatlað fólk sem vegna þroskahömlunar eða af öðrum ástæðum getur ekki annast verkstjórn og/eða umsýslu varðandi NPA-þjónustu fái nauðsynlega aðstoð til þess. Taka þarf af vafa um að börn geti fengið NPA-þjónustu og setja þarf inn ákvæði um hvernig ríkið (félags- og jafnréttismálaráðuneyti) á að tryggja með eftirliti að samræmis og jafnræðis verði gætt við meðferð umsókna um NPA-samninga og úthlutun þeirra, m.a. vegna augljósrar hættu á að einstaklingum verði mismunað hvað það varðar á grundvelli búsetu vegna mismunanndi afstöðu og framkvæmdar sveitarfélaga/þjónustusvæða að þessu leyti.

3) 439. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 10:08
Nefndin fjallaði um 438. mál samhliða.

Nefndin lagði fram eftirfarandi bókun:
Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kemur fram að „[þ]egar aðildarríkin undirbúa löggjöf sína og stefnu við að innleiða samning þennan og vinna að því að taka ákvarðanir um stöðu fatlaðs fólks skulu þau hafa náið samráð við fatlað fólk og tryggja virka þátttöku þess, þar með talið fatlaðra barna, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“

Með vísan til þessa og í ljósi óska, ábendinga og athugasemda sem fram hafa komið frá sumum samtökum sem vinna að hagsmuna- og réttindamálum fatlaðs fólks varðandi efni og meðferð frumvarpsisn og m.t.t. þess að velferðarnefnd hefur skamman tíma til afgreiðslu frumvarpsins á þessu þingi er lagt til að afgreiðslu þess verði frestað.

Gert er ráð fyrir að velferðarnefnd nýti tíma milli þinga til að fjalla um frumvarpið og umsagnir um það og taki það til afgreiðslu strax við upphaf næsta þings. Gangi það eftir getur frumvarpið öðlast gildi 1. janúar eins og kveðið er á um í því.

Í lokamálsgrein ákvæðis IV til bráðabirgða i lögum um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992, með síðari breytingum, er kveðið á um að heimilt sé að framlengja samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) til ársloka 2017. Í ljósi þess sem og þess að tilraunaverkefni sem sú framkvæmd byggist á er lokið og þar sem afar mikilvægt er að eyða þeirri óvissu sem verið hefur um þetta þjónustuform og stöðu þeirra einstaklinga sem hafa haft samninga um þá þjónustu og þeirra sem hafa hug á að sækja um slíka þjónustu er lagt til að ákvæði um notendastýrða persónulega aðstoð í 11. gr. og bráðabirgðaákvæði I í frumvarpinu verði felld inn í núgildandi lög um málefni fatlaðs fólks. Gert er ráð fyrir að þær greinar verði síðan í lögum um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir þegar það hefur verið afgreitt.

Í ofangreindum ákvæðum varðandi NPA og/eða greinargerð með þeim þarf að tryggja að fatlað fólk sem vegna þroskahömlunar eða af öðrum ástæðum getur ekki annast verkstjórn og/eða umsýslu varðandi NPA-þjónustu fái nauðsynlega aðstoð til þess. Taka þarf af vafa um að börn geti fengið NPA-þjónustu og setja þarf inn ákvæði um hvernig ríkið (félags- og jafnréttismálaráðuneyti) á að tryggja með eftirliti að samræmis og jafnræðis verði gætt við meðferð umsókna um NPA-samninga og úthlutun þeirra, m.a. vegna augljósrar hættu á að einstaklingum verði mismunað hvað það varðar á grundvelli búsetu vegna mismunanndi afstöðu og framkvæmdar sveitarfélaga/þjónustusvæða að þessu leyti.

4) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20