44. fundur
velferðarnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. júní 2017 kl. 09:07


Mættir:

Nichole Leigh Mosty (NicM) formaður, kl. 09:07
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 1. varaformaður, kl. 09:07
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:07
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:24
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:14
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:07
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:07
Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE), kl. 09:54
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:07

Jóna Sólveig Elínardóttir vék af fundi kl. 11:00 og kom aftur kl. 12:07, vék svo aftur af fundi kl. 14:05. Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 11:31. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 12:30. Guðjón S. Brjánsson vék af fundi kl. 13:41. Elsa Lára Arnardóttir vék af fundi kl. 14:06.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerðir 32. til 43. fundar samþykktar.

2) Staða biðlista Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar mættu Guðlaug Björnsdóttir og Helga Garðarsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands, Lilja Stefánsdóttir og Páll Matthíasson frá Landspítalanum og Sigríður Haraldsdóttir frá embætti landlæknis. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 438. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 10:30
Á fundinn mættu Agnes Sif Andrésdóttir, Ebba Schram og Helga Jóna Benediktsdóttir frá Reykjavíkurborg. Fóru þær yfir umsögn borgarinnar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 439. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 10:30
Á fundinn mættu Agnes Sif Andrésdóttir, Ebba Schram og Helga Jóna Benediktsdóttir frá Reykjavíkurborg. Fóru þær yfir umsögn borgarinnar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Sérstakar húsaleigubætur Kl. 10:30
Á fundinn mætti Jóna Guðný Eyjólfsdóttir frá Reykjavíkurborg. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 438. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 13:00
Á fundinn mætti Rannveig Traustadóttir frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum. Fór hún yfir umsögn sína um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 14:20
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 14:20