7. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. janúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 09:40
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 09:00

Þórunn Egilsdóttir vék af fundi kl. 10:00 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað til næsta fundar.

2) 26. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Þuríður Ebba Sigurðardóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Rannveig Traustadóttir frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf, Ragnar Gunnar Þórhallsson frá NPA-miðstöðinni, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Sigríður Jónsdóttir, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir frá Tabú.
Fóru þau yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 27. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Þuríður Ebba Sigurðardóttir frá Öryrkjabandalagi Íslands, Rannveig Traustadóttir frá Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf, Ragnar Gunnar Þórhallsson frá NPA-miðstöðinni, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Sigríður Jónsdóttir, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir frá Tabú.
Fóru þau yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45