15. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. febrúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Una Hildardóttir (UnaH), kl. 09:00

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll vegna veðurs. Inga Sæland kom á fundinn kl. 10 í stað Guðmundar Inga Kristinssonar sem vék af fundi.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) Málefni Hugarafls Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Auður Axelsdóttir frá Geð­heilsu - Eft­ir­fylgd, Kristinn H. Fjölnisson, Málfríður Hrund Einarsdóttir og Sigurborg Sveinsdóttir frá Hugarafli, Elsa Friðfinnsdóttir, Guðný Sigurjónsdóttir og Vilborg Ingólfsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Guðný Björk Eydal, prófessor við Háskóla Íslands, frá Félagsráðgjafafélagi Íslands.
Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Viðbrögð Barnaverndar Reykjavíkur vegna kynferðisofbeldi Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu og Regína Ásvaldsdóttir frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Fóru þær yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00