23. fundur
velferðarnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. mars 2018 kl. 13:00


Mættir:

Halldóra Mogensen (HallM) formaður, kl. 13:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:00
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Andrés Inga Jónsson (AIJ), kl. 13:00
Una Hildardóttir (UnaH) fyrir Ólaf Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 13:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:37

Ásmundur Friðriksson var fjarverandi vegna annarra þingmannastarfa. Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 14:00.

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 21. og 22. funda samþykktar.

2) 9. mál - skilyrðislaus grunnframfærsla Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar mættu Henný Hinz og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir frá Alþýðusambandi Íslands, Ragnar Þór Ingólfsson frá VR, Albert Sigurðsson frá BIEN Ísland og Indriði H. Þorláksson.
Fóru þau yfir sjónarmið í tengslum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 26. mál - þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir Kl. 14:00
Nefndin ræddi málið.

4) 27. mál - félagsþjónusta sveitarfélaga Kl. 14:00
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 14:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:30