Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir

(1701176)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
12.03.2018 25. fundur fjárlaganefndar Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Samþykkt af Willum Þór Þórssyni, Haraldi Benediktssyni, Birgi Þórarinssyni, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Njáli Trausta Friðbertssyni og Páli Magnússyni að tilnefna Harald Benediktsson til setu í nefndinni.
Ólafur Ísleifsson og Ágúst Ólafur Ágústsson sátu hjá við afgreiðslu málsins. Björn Leví Gunnarsson greiddi atkvæði gegn tilnefningunni og bókar eftirfarandi:
„Það samræmist ekki lögum og reglum að alþingismenn taki sæti í nefndum sem starfa undir starfsreglum ráðherra. Það stríðir gegn því eftirlitshlutverki sem þingmaður á að sinna. Ég vísa í starfreglur um opinberar framkvæmdir, lög um skipan opinberra framkvæmda, siðareglur þingmanna, siðareglur um innri endurskoðun, og laga um endurskoðendur. Athugasemdir og spurningar voru lagðar fram en ekki svarað nema með vísun í hefðir. Hvorki af meiri hluta né í lögfræðilegu áliti sem nefndin fékk.“
02.03.2018 22. fundur fjárlaganefndar Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Þórhallur Vilhjálmsson yfirlögfræðingur Alþingis fór yfir sjónarmið er varða málið.
26.02.2018 20. fundur fjárlaganefndar Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Eftirfarandi bókun var lögð fram af formanni og samþykkt án mótatkvæða:
„Ítrekaðar umræður hafa orðið í fjárlaganefnd vegna hæfis nefndarmanna til setu m.a. í stjórn framkvæmdsjóðs aldraða, í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og stjórn Fjarskiptasjóðs.
Lagt til að forseti þingsins úrskurði um málið.“
19.02.2018 18. fundur fjárlaganefndar Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Afgreiðslu málsins var frestað.
07.02.2018 17. fundur fjárlaganefndar Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.
05.02.2018 16. fundur fjárlaganefndar Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Tilnefningu í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir var frestað til næsta fundar.
31.01.2018 15. fundur fjárlaganefndar Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Formaður lagði til að Haraldur Benediktsson sæti áfram í Samstarfsnefndinni. Afgreiðslu málsins var frestað.
01.03.2017 30. fundur fjárlaganefndar Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Meiri hluti nefndarinnar ákvað að kjósa Harald Benediktsson í Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. Að meiri hlutanum standa Haraldur Benediktsson, Hanna Katrín Friðriksson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Páll Magnússon og Njáll Trausti Friðbertsson. Minni hlutinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna en hann skipa Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Björn Leví Gunnarsson.
27.02.2017 29. fundur fjárlaganefndar Tilnefning í Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Afgreiðslu málsins var frestað.
22.02.2017 27. fundur fjárlaganefndar Tilnefning í Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Afgreiðslu málsins var frestað.
08.02.2017 25. fundur fjárlaganefndar Tilnefning í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Dagskrárliðnum var frestað.
06.02.2017 24. fundur fjárlaganefndar Tilnefning í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir
Málið var kynnt en afgreiðslu þess frestað.