Kynning á þingmálaskrá 148. löggjafarþings.

(1712078)
Umhverfis- og samgöngunefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
22.02.2018 8. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Kynning á þingmálaskrá 148. löggjafarþings.
Á fund nefndarinnar mættu Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og kynntu nefndinni þingmálaskrá ráðherra auk þess að svara spurningum nefndarmanna.
06.02.2018 5. fundur atvinnuveganefndar Þingmálaskrá 148. löggjafarþings 2017-2018
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kom á fund nefndarinnar ásamt Jóhanni Guðmundssyni og Ólafi Friðrikssyni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og kynnti þau þingmál sem hann hyggst leggja fyrir á löggjafarþinginu.
25.01.2018 10. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Þingmálaskrá 148. löggjafarþings 2017-2018
Á fund nefndarinnar komu Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Jón Vilberg Guðjónsson, Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir og Elísabet Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 148. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.
25.01.2018 3. fundur atvinnuveganefndar Þingmálaskrá 148. löggjafarþings 2017-2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kynnti þau þingmál sem hún hyggst leggja fyrir þingið á yfirstandandi löggjafarþingi. Ásamt henni komu á fundinn Ingvi Már Pálsson og Sigrún Brynja Einarsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
25.01.2018 2. fundur umhverfis- og samgöngunefndar Þingmálaskrá 148. löggjafarþings 2017-2018
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Sigríður Auður Arnardóttir, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Helga Jónsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti komu á fund nefndarinnar og kynntu þau þingmál sem ráðherra hyggst leggja fram á löggjafarþinginu.
18.01.2018 8. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Þingmálaskrá 148. löggjafarþings 2017-2018
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Bryndís Helgadóttir frá dómsmálaráðuneyti. Dómsmálaráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 148. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.