Tilkynningar um nefndarstörf

8.3.2017 : Heimsókn varaframkvæmdastjóra NATO

Heimsókn varaframkvæmdastjóra NATOFormaður utanríkismálanefndar, Jóna Sólveig Elínardóttir, tók á móti varaframkvæmdastjóra NATO, Rose Gottemoeller, í Alþingishúsinu í dag. Fulltrúar úr utanríkismálanefnd Alþingis áttu jafnframt fund með varaframkvæmdastjóranum.

7.3.2017 : Nefndadagar 13.–16. mars 2017

Fundir verða í nefndum Alþingis 13.–16. mars 2017, sjá starfsáætlun Alþingis. Á síðum fastanefnda má sjá skipan nefndanna, fundargerðir, mál sem eru til umfjöllunar og fá yfirlit um öll mál sem eru til umsagnar. Þingfundur verður mánudaginn 13. mars kl. 15:00.

1.3.2017 : Heimsókn í Háskóla Íslands

Allsherjar og menntamálanefnd í HÍAllsherjar- og menntamálanefnd Alþingis fór í heimsókn í Háskóla Íslands 28. febrúar 2017. Nefndin fékk kynningu á starfsemi Háskóla Íslands og átti fund með stjórnendum.

22.2.2017 : Upptaka frá fundi um skýrslu peningastefnunefndar

Upptaka frá opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar
22. febrúar 2017.

20.2.2017 : Opinn fundur um skýrslu peningastefnunefndar - bein útsending

Gert er ráð fyrir opnum fundi hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis með peningastefnunefnd Seðlabankans miðvikudaginn 22. febrúar kl. 9:00.

31.1.2017 : Heimsókn allsherjar- og menntamálanefndar í Menntamálastofnun

Allsherjar- og menntamálanefnd í heimsókn í MenntamálastofnunAllsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heimsótti Menntamálastofnun í dag. Nefndin kynnti sér starfsemi og verkefni Menntamálastofnunar og hitti stjórnendur stofnunarinnar.

26.1.2017 : Formenn fastanefnda Alþingis

Formenn fastanefnda Alþingis  á 146. þingiKjörnir hafa verið formenn og varaformenn allra fastanefnda Alþingis, upplýsingar um skipan og störf  fastanefnda er að finna á síðu hverrar nefndar

12.9.2016 : Nefndadagar 14.–16. september

Fundir verða í nefndum Alþingis 14.–16. september 2016.

6.9.2016 : Upptaka frá fundi um skýrslu umboðsmanns Alþingis

Upptaka

frá opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 6. september um skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2015.