Tilkynningar um nefndarstörf

16.8.2017 : Fundur forsætisnefndar í Landsveit

Sumarfundur forsætisnefndar 2017Forsætisnefnd Alþingis hélt sinn árlega sumarfund á Leirubakka í Landsveit 14.–15. ágúst sl. Sumarfundir forsætisnefndar eru  haldnir í kjördæmum landsins til skiptis. 

3.7.2017 : Skýrslubeiðni til ríkisendurskoðanda vegna flugbrautar

Merki AlþingisStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur óskað eftir að ríkisendurskoðandi vinni úttekt á stjórnsýslu, framkvæmd, skilvirkni og ákvarðanatöku innanríkisráðherra, Samgöngustofu og Isavia ohf. vegna lokunar á flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli út frá gildandi lögum og stöðlum. 

11.5.2017 : Nefndadagar 17. og 18. maí

Fjárlaganefnd í febrúar 2017.Samkvæmt breytingu forsætisnefndar á starfsáætlun Alþingis verða fundir í nefndum Alþingis  17. og 18. maí en þingfundir 15. og 16. maí.

9.5.2017 : Upptaka af fundi um stöðu framhaldsskóla

Opinn fundur um stöðu framhaldsskólannaUpptaka af opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar 9. maí með menntamálaráðherra um stöðu framhaldsskóla.

8.5.2017 : Opinn fundur um stöðu framhaldsskóla - bein útsending

Allsherjar- og menntamálanefnd heldur opinn fund um stöðu framhaldsskóla þriðjudaginn 9. maí kl. 8.30. Mennta- og menningarmálaráðherra verður ásamt fleiri gestum á fundinum sem verður í beinni útsendingu.

8.5.2017 : Nefndadagar 10. og 11. maí 2017

Umhverfis- og samgöngunefnd í febrúar 2017Fundir verða í nefndum Alþingis 10. og 11. maí skv. starfsáætlun Alþingis.

28.4.2017 : Upptaka af opnum fundi velferðarnefndar um fjármálaáætlun

Upptaka af opnum fundi velferðarnefndar 28. apríl um fjármálaáætlun. Gestir fundarins voru frá Landspítala.

26.4.2017 : Opinn fundur í velferðarnefnd um fjármálaáætlun - bein útsending

Föstudaginn 28. apríl verður opinn fundur í velferðarnefnd um fjármálaáætlun 2018-2022. Gestir fundarins verða frá Landspítalanum. Bein útsending verður frá fundinum.

19.4.2017 : Nefndadagar 27. og 28. apríl

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í febrúar 2017.Í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar um breytingu á starfsáætlun verða fundir í fastanefndum fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. apríl.

5.4.2017 : Upptaka frá fundi um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík

Upptaka frá opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem haldinn var í dag.