Tilkynningar um nefndarstörf

28.4.2017 : Upptaka af opnum fundi velferðarnefndar um fjármálaáætlun

Upptaka af opnum fundi velferðarnefndar 28. apríl um fjármálaáætlun. Gestir fundarins voru frá Landspítala.

26.4.2017 : Opinn fundur í velferðarnefnd um fjármálaáætlun - bein útsending

Föstudaginn 28. apríl verður opinn fundur í velferðarnefnd um fjármálaáætlun 2018-2022. Gestir fundarins verða frá Landspítalanum. Bein útsending verður frá fundinum.

19.4.2017 : Nefndadagar 27. og 28. apríl

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í febrúar 2017.Í samræmi við ákvörðun forsætisnefndar um breytingu á starfsáætlun verða fundir í fastanefndum fimmtudaginn 27. og föstudaginn 28. apríl.

5.4.2017 : Upptaka frá fundi um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík

Upptaka frá opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík sem haldinn var í dag.

3.4.2017 : Opinn fundur í umhverfis- og samgöngunefnd - bein útsending

Umhverfis- og samgöngunefnd heldur opinn fund miðvikudaginn 5. apríl kl. 9.30 um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík. Bein útsending verður frá fundinum.

29.3.2017 : Upptaka frá fundi um skýrslu um kaup í Búnaðarbanka

Upptaka frá opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem haldinn var í dag um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. 

29.3.2017 : Skýrsla rannsóknarnefndar

Skýrsla um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á BúnaðarbankaRannsóknarnefnd Alþingis um erlenda þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hefur afhent forseta Alþingis skýrslu sína. Skýrslan er birt á vef rannsóknarnefnda Alþingis þar er einnig birt fréttatilkynning rannsóknarnefndarinnar.

28.3.2017 : Opinn fundur um skýrslu rannsóknarnefndar - bein útsending

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund á morgun 29. mars kl. 12 um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Bein útsending verður frá fundinum.

27.3.2017 : Skýrsla rannsóknarnefndar afhent

Rannsóknarnefnd Alþingis um þátttöku þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í kaupum á 45,8% eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. sem skipuð var á grundvelli þingsályktunar frá 2. júní 2016, afhendir forseta Alþingis skýrslu sína miðvikudaginn 29. mars kl. 10:00.

8.3.2017 : Heimsókn varaframkvæmdastjóra NATO

Heimsókn varaframkvæmdastjóra NATOFormaður utanríkismálanefndar, Jóna Sólveig Elínardóttir, tók á móti varaframkvæmdastjóra NATO, Rose Gottemoeller, í Alþingishúsinu í dag. Fulltrúar úr utanríkismálanefnd Alþingis áttu jafnframt fund með varaframkvæmdastjóranum.