Tveir dagskrárliðir opnir fréttamönnum á fundi allsherjar- og menntamálanefndar 22. nóvember

21.11.2011

Tveir dagskrárliðir verða opnir fréttamönnum á fundi allsherjar og menntamálanefndar 22. nóvember. Kl. 9.20 verður rætt um frumvörp um breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt, mál 135 og mál 42, gestur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Kl. 10.00 um úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði, gestir frá Fjármálaeftirliti, Neytendastofu, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum fjármálafyrirtækja.

Dagskrá fundarins.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fjölmiðlamönnum meðan húsrúm leyfir.

Fundurinn er opinn fréttamönnum en er hvorki tekinn upp né sent beint út frá honum á vegum Alþingis.

Fundurinn verður haldinn með stoð í nýju ákvæði 2. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis.