Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd með innanríkisráðherra þriðjudaginn 18. október - bein útsending

17.10.2011

Opinn fundur verður haldinn í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þriðjudaginn 18. október 2011 kl. 11.10. Gestur fundarins verður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ásamt Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra. Rætt verður um þau mál sem ráðherra hyggst leggja fram á yfirstandandi þingi.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.