Fundur í allsherjarnefnd með dóms- og kirkjumálaráðherra þriðjudaginn 11. nóvember

10.11.2008

Fundur verður haldinn í allsherjarnefnd með dóms- og kirkjumálaráðherra þriðjudaginn 11. nóvember kl. 11.00-12.30. Fundurinn er haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10, 2. hæð.

Kynnt verða fyrir nefndinni væntanleg þingmál dóms- og kirkjumálaráðherra á 136. löggjafarþingi.

Fulltrúar fjölmiðla eiga þess kost að fylgjast með fundinum.

Fundurinn verður sendur beint út á vef Alþingis og verður hljóð- og myndupptaka aðgengileg að fundi loknum. Fundurinn verður einnig sendur út á sjónvarpsrás Alþingis og í ríkissjónvarpinu.

Frekari upplýsingar veitir Elín Valdís Þorsteinsdóttir, deildarstjóri fastanefnda á skrifstofu Alþingis, í síma 563 0500.