Opnir fundir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um Íbúðalánasjóð 11. október - bein útsending

10.10.2013

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis mun halda opna fundi föstudag 11. október 2013 um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl.  Á síðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrsluna eru gögn sem tengjast umfjöllun nefndarinnar um málið.
 

Fyrri fundurinn hefst kl. 10:00 og er áætlað að honum ljúki kl. 12:00. Seinni fundurinn hefst kl. 14:30 og er áætlað að honum ljúki kl. 16:30.

Gestir fyrri fundarins verða:
Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi. Greinargerð Sigurðar Þórðarsonar.

Páll Gunnar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins.

Gestir seinni fundarins verða:
Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.

Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa.
Guðmundur I. Guðmundsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Ríkiskaupa.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone og í ríkissjónvarpinu, þar til dagskrá þar hefst.

Fundurinn verður haldinn samkvæmt reglum um opna fundi fastanefnda Alþingis, sjá reglur.