Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 290. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Prentað upp.

Þingskjal 1428  —  290. mál.
Leiðréttur töluliður.

2. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003,
með síðari breytingum (forsjá og umgengni).

Frá velferðarnefnd.


     1.      Við 13. gr.
                  a.      Inngangsmálsliður og fyrirsögn orðist svo: 34. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn: Dómur um forsjá, lögheimili barns o.fl.
                  b.      Á eftir orðunum „um forsjá“ í 1., 2. og 3. málsl. 1. mgr. komi: eða lögheimili.
                  c.      3. efnismgr. orðist svo:
                      Dómari getur ákveðið að annað foreldra fái forsjá barns. Þá getur dómari ákveðið að kröfu foreldris að forsjáin verði sameiginleg ef dómari telur þær aðstæður fyrir hendi að slíkt geti þjónað hagsmunum barnsins. Ef dómari dæmir sameiginlega forsjá ber jafnframt að kveða á um hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili. Í máli um lögheimili barns kveður dómari á um hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili.
                  d.      Á eftir 3. efnismgr. komi ný málsgrein er orðist svo:
                      Við mat á því hvort forsjá skuli vera sameiginleg ber dómara, auk atriða sem nefnd eru í 2. mgr., að taka mið af því hvort forsjáin hafi áður verið sameiginleg og aldri og þroska barns. Þá ber sérstaklega að líta til þess hvort ágreiningur eða samskipti foreldra séu líkleg til að koma í veg fyrir, hindra eða draga úr möguleikum barns til að alast upp við þroskavænleg skilyrði.
     2.      Á eftir 13. gr. komi fjórar nýjar greinar er orðist svo:
        a. (14. gr.)
                     Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. laganna:
                a.    1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Í máli um forsjá eða lögheimili barns hefur dómari heimild til að úrskurða til bráðabirgða að kröfu aðila hvernig fara skuli um forsjá þess eða lögheimili eftir því sem barni er fyrir bestu.
                b.    Í stað orðsins „forsjármáli“ í 1. málsl. 4. mgr. og orðsins „forsjármál“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: máli um forsjá eða lögheimili barns; og: mál um forsjá eða lögheimili barns.
                c.    Í stað orðanna „ákveða skal forsjá“ í 6. mgr. kemur: ákveða skal forsjá, lögheimili.
                d.    Í stað orðanna „dómur um forsjá“ í 1. málsl. 8. mgr. kemur: dómur um forsjá eða lögheimili.
                e.    Í stað „6. mgr. 34. gr.“ í 9. mgr. kemur: 7. mgr. 34. gr.
                f.     Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Úrskurður til bráðabirgða um forsjá, lögheimili barns o.fl.
        b. (15. gr.)
                     Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. laganna:
                a.    Í stað orðanna „um forsjá barns“ í 1. mgr. og 1. málsl. 4. mgr. kemur: um forsjá eða lögheimili barns.
                b.    Í stað orðanna „Um forsjárþátt málsins“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: Við ákvörðun um forsjá eða lögheimili barns.
        c. (16. gr.)
                     Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. laganna:
                a.    Í stað orðanna „vegna forsjár barns“ í 1. mgr. kemur: vegna forsjár eða lögheimilis barns.
                b.    Í stað orðsins „forsjármáli“ í 2. mgr. kemur: máli um forsjá eða lögheimili barns.
                c.    Í stað orðsins „forsjármáls“ í 3. mgr. kemur: máls um forsjá eða lögheimili barns.
        d. (17. gr.)
                     Fyrirsögn VI. kafla laganna verður: Dómsmál vegna ágreinings um forsjá eða lögheimili barns.
     3.      16. gr. orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 45. gr. laganna:
                  a.      Í stað orðanna „forsjánni verði komið á“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: lögheimili eða forsjá verði komið á.
                  b.      Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Við meðferð málsins ber dómara að gæta ákvæða 43. gr. laga þessara og getur dómari hafnað aðfararbeiðni ef varhugavert verður talið að gerðin nái fram að ganga með tilliti til hagsmuna barns. Fer um málsmeðferð að öðru leyti samkvæmt ákvæðum 13. kafla laga um aðför.
                  c.      Á eftir orðunum „fulltrúa barnaverndarnefndar í 1. málsl. 3. mgr. kemur: í umdæmi þar sem aðför fer fram.
                  d.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Framkvæmd ákvörðunar um forsjá eða lögheimili.
     4.      Á eftir 16. gr. komi ný grein er orðist svo:
                 Fyrirsögn VII. kafla laganna verður: Framkvæmd ákvörðunar um forsjá eða lögheimili.
     5.      Við 21. gr. bætist nýr stafliður er orðist svo: Við 6. mgr. bætist: eða ef aðför til að koma á umgengni nær ekki fram að ganga.
     6.      Við 3. efnismgr. 22. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um aðför til að koma á umgengni gildir þó ákvæði 50. gr., sbr. 45. gr.
     7.      23. gr. orðist svo:
                 50. gr. laganna orðast svo:
                 Tálmi forsjármaður umgengni þrátt fyrir úrskurð um dagsektir og fjárnám fyrir ógreiddum dagsektum getur héraðsdómari, að kröfu þess sem rétt á til umgengni við barn, heimilað að henni verði komið á með aðfarargerð.
                 Dómari getur, að kröfu þess sem rétt á til umgengni við barn, úrskurðað að umgengni verði komið á með aðför í eitt skipti eða að umgengni á vissu tímabili verði komið á með aðfarargerð.
                 Ekki verður af aðför nema gerðarbeiðandi sé sjálfur viðstaddur gerðina.
                 Um meðferð máls og framkvæmd aðfarar gilda að öðru leyti ákvæði 45. gr.