Samantekt um þingmál

Verðbréfaviðskipti

504. mál á 141. löggjafarþingi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.

Markmið

Að draga úr íþyngjandi kröfum sem gerðar eru til félaga og fjármálafyrirtækja þegar þau hækka hlutafé og að innleiða tilskipanir ESB.

Helstu breytingar og nýjungar

Helstu breytingar eru þær að lagt er til að viðmiðunarfjárhæðir þeirra útboða sem falla undir útboðskafla laganna verði hækkaðar. Skilgreiningu á hæfum fjárfesti verði breytt og Fjármálaeftirlitið hætti að halda skrá yfir hæfa fjárfesta. Þá er ýmsum stjórnsýsluskilyrðum fyrir útgáfu lýsinga breytt til að auka skilvirkni og kröfur eru hertar varðandi meðferð og miðlun innherjaupplýsinga.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.

Kostnaður og tekjur

Hefur ekki áhrif á afkomu ríkissjóðs.

Umsagnir (helstu atriði)

Fáar umsagnir bárust en fjölmargar efnislegar athugasemdir eru gerðar við orðalag, skýringar, þýðingar og samræmingu í frumvarpinu.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.

Aðrar upplýsingar

Meginmarkmið frumvarpsins er innleiðing á efni tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2010/673/EC sem varðar lýsingar sem birta skal við almennt útboð verðbréfa og töku verðbréfa til viðskipta.


Síðast breytt 12.04.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.