Samantekt um þingmál

Atvinnuleysistryggingar

513. mál á 141. löggjafarþingi.
Velferðarráðherra.

Markmið

Að tryggja að sérstakt átak, Vinna og virkni 2013, nái fram að ganga. Virkja á atvinnuleitendur sem ekki njóta lengur atvinnuleysisbóta.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að heimildir Atvinnuleysistryggingasjóðs til greiðslu á styrkjum vegna starfstengdra vinnumarkaðsúrræða verði rýmkaðar þannig að heimilt verði að veita styrki í allt að tólf mánuði frá því að síðasta greiðsla úr Atvinnuleysistryggingasjóði barst atvinnuleitanda.
Einnig að sett verði bráðabirgðaákvæði sem heimili Atvinnuleysistryggingasjóði að greiða framfærslustyrki í allt að 6 mánuði til þeirra sem fengið hafa greiddar atvinnuleysisbætur í samtals 36 mánuði eða lengur en þó skemur en 42 mánuði miðað við 1. janúar 2013.
Lagt er til að aldurslágmark til greiðslu atvinnuleysisbóta verði 18 ár í stað 16.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um atvinnuleysistryggingar nr. 54/2006.
Lög um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks nr. 51/1995.

Kostnaður og tekjur

Reiknað er með að útgjöld ríkissjóðs aukist um 2,3 milljarða kr.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsögn barst frá Alþýðusambandi Íslands sem lýsti yfir stuðningi við frumvarpið.

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með minniháttar breytingum.


Síðast breytt 25.01.2013. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.