Samantekt um þingmál

Framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði

250. mál á 143. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Heildarendurskoðun laga um framkvæmdarvald ríkisins í héraði.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að sýslumannsembættin í landinu verði níu í stað 24. Stjórnsýsluumdæmin verði Vesturland, Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland, Suðurland, Vestmannaeyjar, Suðurnes og höfuðborgarsvæðið. Samhliða frumvarpinu er lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum. Í því frumvarpi er lagt til að löggæsla verði skilin frá starfsemi sýslumanna og stofnuð sex ný sjálfstæð lögregluembætti, sem verða því átta alls.

Breytingar á lögum og tengd mál

Verði frumvarpið að lögum falla úr gildi lög um framkvæmdarvald ríkisins í héraði, nr. 92/1989.

Kostnaður og tekjur

Ekki er unnt að meta fjárhagsleg áhrif af lögfestingu frumvarpsins.

Umsagnir (helstu atriði)

Í umsögnum um frumvarpið kom fram að varasamt væri að færa opinbert vald fjær fólki í dreifðum byggðum landsins. Hins vegar töldu margir að í frumvarpinu fælust tækifæri til að bæta samstarf stofnana og stjórnsýsla yrði einfaldari. Bent var á nauðsyn samráðs við stéttarfélög og starfsmenn vegna breytinganna.

Afgreiðsla

Frumvarpið varð að lögum með smávægilegum breytingum. 


Síðast breytt 14.05.2014. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.