Samantekt um þingmál

Meðferð einkamála o.fl.

605. mál á 144. löggjafarþingi.
Innanríkisráðherra.

Markmið

Að auka skilvirkni við afgreiðslu dómsmála með því að einfalda reglur og auka afköst og hraða við meðferð mála. 

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til að skýrslutökur af börnum yngri en 15 ára skuli að jafnaði fara fram í sérútbúnu húsnæði. Ákvæði um hver taki ákvörðun um þóknun til lögmanns dómfellda eða ákærða eru skýrð. Lagt er til að sérstaklega verði kveðið á um heimildir til birtingar á niðurstöðum héraðsdóma og að settar verði reglur um afmáningu viðkvæmra upplýsinga.

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um meðferð sakamála nr. 88/2008.
Lög um dómstóla nr. 15/1998.

Kostnaður og tekjur

Telja má allnokkrar líkur á því að tímagjald réttargæslumanna og verjenda verði hækkað frá því sem nú er. Gangi það eftir má gera ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna málskostnaðar í opinberum málum geti aukist umtalsvert en ekki er hægt að áætla hversu mikið.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnir voru almennt jákvæðar þótt athugasemdir væru gerðar við einstaka greinar. Vakin var athygli á því að 15-18 ára einstaklingar væru enn börn í lagalegum skilningi, einnig var bent á að æskilegt væri að leggja þá skyldu á dómara að kveða til einstakling með sérþekkingu á málefnum barna til þess að aðstoða við skýrslutöku (18. gr. frumvarpsins).

Afgreiðsla

Frumvarpið var samþykkt með minni háttar breytingum.



Síðast breytt 01.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.