Samantekt um þingmál

Niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar

698. mál á 144. löggjafarþingi.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Markmið

Að greiða niður að fullu húshitun þeirra sem ekki eiga kost á jarðvarma.

Helstu breytingar og nýjungar

Helsta breytingin er að skýrt verði kveðið á um skyldu ríkisins til að niðurgreiða húshitun en ekki settur fyrirvari um það svigrúm sem heimildir fjárlaga veita þannig að niðurgreiðslukerfið verði sjálfvirkt án þess að taka þurfi sérstaka ákvörðun um fjárheimildina með fjárlögum.

Breytingar á lögum og tengd mál

Breyta á lögum um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar nr. 78/2002.

Kostnaður og tekjur

Kostnaður ríkissjóðs mun aukast um rúmar 150 milljónir árið 2015 og um 215 milljónir króna árið 2016.

Ekki er gert ráð fyrir þessum útgjöldum og fjárlagaskrifstofa fjármála- og efnahagsráðuneytis telur að sjálfvirkt fyrirkomulag útgjalda fari ekki vel saman við rammafjárlagagerð í ríkisfjármálum. Þá telur skrifstofan að þessi aðferð sé hugsanlega í andstöðu við 41. gr. stjórnarskrárinnar.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnaraðilar gera ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið.

Afgreiðsla

Samþykkt nær óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Skýrsla starfshóps um breytingar á niðurgreiðslum til húshitunar. Iðnaðarráðuneytið des. 2011.

 



Síðast breytt 01.07.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.