Samantekt um þingmál

Kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

798. mál á 144. löggjafarþingi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Markmið

Að binda endi á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga.

Helstu breytingar og nýjungar

Lagt er til bann við verkfallsaðgerðum og frekari vinnustöðvunum eða öðrum aðgerðum sem er ætlað að knýja fram aðra skipan kjaramála tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna (BHM) og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH). Hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skal Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm sem skal fyrir 15. ágúst 2015 ákveða kaup og kjör þeirra félagsmanna sem frumvarpið nær til.

Kostnaður og tekjur

Talið er að kostnaður við gerðardóm geti orðið 10-15 milljónir króna.

Umsagnir (helstu atriði)

Umsagnaraðilar voru ósáttir við frumvarpið.

Afgreiðsla

Samþykkt nær óbreytt.

Aðrar upplýsingar

Lög um kjarasamning opinberra starfsmanna nr. 94/1986.
Lög um mannréttindasáttmála Evrópu nr. 62/1994.
Dómur Hæstaréttar nr. 167/2002, í máli Alþýðusambands Íslands gegn íslenska ríkinu og Samtökum atvinnulífsins.

Lög á verkföll frá árinu 2000:
Kjaramál fiskimanna og fleira (breyting ýmissa laga). Lög nr. 34/2001.
Kjaramál flugvirkja (bann við vinnustöðvunum). Lög nr.  17/2010.


Síðast breytt 15.06.2015. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.