Samantekt um þingmál

Sjúkratryggingar og lyfjalög

228. mál á 145. löggjafarþingi.
Heilbrigðisráðherra.

Markmið

Megintilgangur frumvarpsins er að gera sjúkratryggðum kleift að sækja heilbrigðisþjónustu í öðru aðildarríki EES-samningsins og heimila endurgreiðslu kostnaðar að því marki sem sjúkratryggingar greiða fyrir sambærilega þjónustu hér á landi. 

Helstu breytingar og nýjungar

Verið er að innleiða Evróputilskipanir til þess að greiða fyrir aðgengi að heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, tryggja frjálst flæði sjúklinga innan sambandsins og stuðla að samvinnu um heilbrigðisþjónustu á milli aðildarríkja. Einnig verður viðurkenning á lyfseðlum sem eru gefnir út í öðrum aðildarríkjum auðvelduð. 

Breytingar á lögum og tengd mál

Lög um sjúkratryggingar nr.  112/2008.
Lyfjalög nr. 93/1994.

Kostnaður og tekjur

Heildarkostnaður vegna verkefnisins er áætlaður 33,5 m.kr. á ársgrundvelli. 

Umsagnir (helstu atriði)

Gerðar voru athugasemdir við nokkrar greinar frumvarpsins. Sjúkratryggingar Íslands töldu kostnaðarmat of lágt.

Afgreiðsla

Frumvarpið varð að lögum með þeirri breytingu að endurgreiðslur eru takmarkaðar á grundvelli brýnna almannahagsmuna.

Aðrar upplýsingar

Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins  2011/24/ESB frá 9. mars 2011 um réttindi sjúklinga varðandi heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. (Bls. 888-908).
Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar  2012/52/ESB frá 20. desember 2012 um ráðstafanir til að auðvelda viðurkenningu á lyfseðlum sem eru gefnir út í öðrum aðildarríkjum. (Bls. 697-699).

Fjölmiðlaumfjöllun

Óttuðust flóð sjúklinga til útlanda [fréttaskýring]. Visir.is 24.2.2016.


Síðast breytt 07.03.2016. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Unnið af starfsfólki upplýsinga- og rannsóknaþjónustu Alþingis.

Um samantektir

Samantektir um þingmál hafa verið birtar á vef Alþingis síðan á 141. þingi (2012-2013). Markmiðið er að setja fram í stuttu máli greinargóðar upplýsingar um þingmál og að tengja í efni sem gæti skýrt það frekar.

Samantektir eru einkum unnar um stjórnarfrumvörp en upplýsingum um önnur mál er bætt við eftir þörfum. Fylgst er með máli frá því að það kemur fram á þinginu og upplýsingum bætt við eftir því sem fram vindur. Þær eru að mestu fengnar úr texta frumvarps og umsagna, en tengt er í efni á öðrum vefjum eftir því sem tilefni er til. Tenglar í efni sem ekki er á vef Alþingis geta breyst og eru birtir án ábyrgðar. Umfjöllunin á að vera óhlutdræg en ekki er hægt að gera ráð fyrir að hún sé tæmandi. Samantektin er ekki hluti af þinglegri meðferð né formlegum skjölum þingmálsins.

Allar ábendingar og athugasemdir eru vel þegnar og má senda þær á netfangið rannsoknathjonusta@althingi.is.